Næsta keppni
2. september 2017

Hengill Ultra

Almennt

Hvað er Hengill Ultra?

Ultramaraþon hlaupið Hengill Ultra verður haldið í sjötta sinn í ár, laugardaginn 2. september nk. Hlaupið verður með breyttu sniði í ár, fleiri vegalengdir verða í boði en stærsta breytingin er sú að í fyrsta sinn verður boðið upp á 100 kílómetra vegalengd.

Einnig verður í boði 80 kílómetra vegalengd en þær tvær vegalengdirnar gefa 4 UTMB punkta hvor um sig og 50 kílómetra vegalengdin gefur svo 3 UTMB punkta. Þá næst er 24 kílómetra utanvega hlaup sem gefur 1 UTMN punkt og í fyrsta sinn verður boðið upp á fjölskylduvænt utanvega hlaup í 10 og 5 kílómetra vegalengdum.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verða í hjarta Hveragerðis, í listigarði bæjarbúa. Hlaupið er upp Reykjadalinn, upp á Hellisheiði, inn að Hengli og þar upp. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið einhver sú alfallegasta sem hægt er að finna á Íslandi. Sjáðu nánar um hlaupin hér.

Gjafapoki með óvæntum glaðningum frá samstarfsaðilum er innifalinn í skráningu fyrir alla þá sem skrá sig fyrir miðnætti sunnudaginn 27. ágúst. Eftir það verður ekki hægt að skrá sig til leiks nema í 5 og 10 KM. Allir fá sem klára fá sérmerkta boli HENGILL ULTRA TRAIL og þeir sem hlaupa 100KM fá sérstakan jakka merktan áfanganum

Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að þetta verði sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hlaupara.

Allir hlaupa, allir vinna og allir velkomnir!

Hengill Ultra

Umgjörð

Heilmargt í boði

Keppendum verður boðið upp á heita máltíð og hressingu eftir keppni og allir sem hlaupa fá gjafabréf í sund. Keppendum í Ultra Maraþon vegalengdunum (100, 80 og 50km) fá aðgang að sjúkranuddara að lokinni keppni. Verðlaunaafhending og grillveisla fyrir keppendur og aðstandendur verður svo kl 17:00. Tímatökubúnaður verður notaður og allir hlauparar nema í 5 og 10 kílómetrunum hlaupa með tímatökuflögur en tímatakan verður undir stjórn fagmanna frá ÞRÍKÓ sem sérhæfa sig í tímatökum á íþróttamótum sem þessum.

Allir keppendur frá HENGILL ULTRA TRAIL bol og þeir sem klára 100KM fá sérstaka jakka til minningar um afrekið og dregið verður úr glæsilegum brautarvinningum í verðlauna afhendingunni. Þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessum mikla afreks hlaupi.

Slagorð hlaupsins er „Allir hlaupa, allir vinna og allir velkomnir“

Þátttaka í 24, 50, 80 og 100 kílómetra vegalengdunum í Hengill Ultra tryggir keppendum þátttöku-punkta í hinum heimsfrægu Mont Blanc hlaupum. Fjöldi hlaupara kemur að erlendis frá til að taka þátt í Hengill Ultra því slík punkta gjöf býðst ekki hvar sem er í heiminum. Hengill Ultra, Mount Esja Ultra og Laugavegshlaup ÍBR eru einu hlaupin á Íslandi sem státa af því samstarfi við þetta rómaða íþróttamót í Frakklandi.

Aukin áhersla verður lögð á öryggisgæslu í ár. Meðlimir úr björgunarsveitum munu sinna öryggisgæslu á brautinni en hlaupið er um torfær svæði og á mörgum stöðum eru einungis fjórhjól og/eða háfjallajeppar sem komast að til þess að sækja og hlúa að slösuðum keppendum.

Hengill Ultra

Nánar

 • Tímasetningar á ræsingum eru:
 • 100 km - ræsing 02:00
 • 80 km - ræsing 04:00
 • 50 km - ræsing 09:00
 • 24 km - ræsing 13:00
 • 10 km - ræsing 14:00
 • 5 km - ræsing 14:00
 • Skráningargjald fyrir 31. júlí er eftirfarandi:
 • 100 km - 18.900 kr.
 • 80 km - 18.900 kr.
 • 50 km – 13.900 kr.
 • 24 km - 9.800 kr.
 • 10 km - 3.900 kr.
 • 5 km - 2.900 kr.
 • Skráningargjald EFTIR 1. ágúst er eftirfarandi:
 • 100 km - 22.900 kr
 • 80 km - 22.900 kr
 • 50 km – 15.900 kr.
 • 24 km - 11.800 kr.
 • 10 km - 4.900 kr.
 • 5 km - 3.900 kr.

Ekki er hægt að skrá sig í 24, 50, 83 og 100 kílómetra hlaupin eftir miðnætti 27. ágúst. Hægt er að skrá sig í 5 og 10 kílómetra hlaupin þangað til á mótsdag.

Einstakur viðburður fyrir alla fjölskylduna!

Hengill Ultra

Kort & Leiðir

100 km leið

Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð) sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið.

Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem verður drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn, þar í gegnum marklínuna og svo er snúið við og sami hringur hlaupin aftur.

Kort af 100 km leið (Opnast í google maps)

Hæðarprófíll

80 km leið

Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð) sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið.

Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem verður drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn. Þar er svo farið aftur upp Klambragil, inn á Ölkelduháls, um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal, niður og upp Sleggjubeinsskarðið, upp á Skeggja í gegnum stikuðu leiðina suður um heiðar Hengilsins og svo niður í Innstadal. Hlaupin er sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn þar sem marklínan bíður.

Kort af 80 km leið (Opnast í google maps)

50 km leið

Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn er hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Þá er haldið upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð) sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið.

Sú leið er hlaupin sem liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem verður drykkjarstöð og salerni. Hlaupin er sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur er hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punktur Hengilssvæðisins (810m). Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins. Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum.

Stígum er fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn í dalinn. Hlaupin er sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn þar sem marklínan bíður.

Kort af 50 km leið (Opnast í google maps)

Hæðarprófíll

24 km leið

Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús). Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum. Reiðstígurinn er hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum. Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Upp Klambragil úr Reykjadalnum, við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð). Nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn er hlaupinn sömu leið niður í Hveragerði, meðfram hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn þar sem marklínan bíður.

Kort af 24 km leið (Opnast í google maps)

10 km leið

Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins þar til komið er að merkingu sem vísar til hægri inn í skóginn. Þar er hlaupið á krókóttu einstigi sem endar uppi á Hamrinum. Við tekur göngustígur sem liggur vestur Hamarinn og niður að vestanverðu. Sá vegur er hlaupinn stuttlega í norður átt þar til komið er að einstigi á hægri hönd sem liggur meðfram norður hlið Hamarsins. Haldið er áfram þangað til að komið er inn á malbikaðan stíg sem hlaupinn er þar til búið er að loka hringnum umhverfis Hamarinn. Þá er hlaupið aftur niður að Varmá í rásmarkið. Þar er snúið við og sama leið hlaupin aftur.

Kort af 10 km leið (Opnast í google maps)

5 km leið

Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum. Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins þar til komið er að merkingu sem vísar til hægri inn í skóginn. Þar er hlaupið á krókóttu einstigi sem endar uppi á Hamrinum. Við tekur göngustígur sem liggur vestur Hamarinn og niður að vestanverðu. Sá vegur er hlaupinn stuttlega í norður átt þar til komið er að einstigi á hægri hönd sem liggur meðfram norður hlið Hamarsins. Haldið er áfram þangað til að komið er inn á malbikaðan stíg sem hlaupinn er þar til búið er að loka hringnum umhverfis Hamarinn. Þá er hlaupið aftur niður að Varmá í rásmarkið.

Kort af 5 km leið (Opnast í google maps)

Hengill Ultra

Úrslit

Röð Tími Nafn Fæðingarár Félag
1 04:33:29 Kári Steinn Karlsson 1986
2 05:41:38 Remo Schnellmann 1979
3 06:09:10 Shaun Cormier 1992
4 06:11:02 Ágúst Kvaran 1952 Hlaupasamtök Lýðveldisins
5 06:48:00 Lingþór Jósepsson 1971 Skokkhópur Hamars
6 08:11:43 Paul Philipps 1976
7 08:12:25 Emma Dolphin 1985 Fierce Phins
8 08:37:21 Felicity Thomas 1991
9 08:45:37 Becky Norton 1977
Röð Tími Nafn Fæðingarár Félag
Karlar
1 04:33:29 Kári Steinn Karlsson 1986
2 05:41:38 Remo Schnellmann 1979
3 06:09:10 Shaun Cormier 1992
4 06:11:02 Ágúst Kvaran 1952 Hlaupasamtök Lýðveldisins
5 06:48:00 Lingþór Jósepsson 1971 Skokkhópur Hamars
6 08:11:43 Paul Philipps 1976
Konur
1 08:12:25 Emma Dolphin 1985 Fierce Phins
2 08:37:21 Felicity Thomas 1991
3 08:45:37 Becky Norton 1977
Röð Tími Nafn hlaupara Fæðingarár Félag
1 08:43:40 Guðni Páll Pálsson 1978 ÍR
2 08:46:37 Örvar Steingrímsson 1979 Team Tmark
3 11:09:28 Matteo Meucci 1977
4 13:05:28 Brice Wilson 1976
5 14:03:18 Teresa Burke 1981
6 14:09:44 Derek Carnegie 1985
7 15:24:39 Höskuldur Kristvinsson 1949
Röð Nafn hlaupara Fæðingarár Félag Tími
1 Birgir Sævarsson 1972 05:29:07
2 Jón Haukur Steingrímsson 1971 05:29:20
3 Sigurþór Einar Halldórsson 1979 Hlaupahópur Ármanns 05:34:11
4 Elísabet Margeirsdóttir 1985 05:41:26
5 Klemenz Sæmundsson 1963 3N 06:20:30
6 Hlynur Skagfjörð Pálsson 1970 06:40:01
7 Christine Buchholz 1966 Grindavík 08:34:10
8 Herta Pálmadótir 19994 Grindavík 08:34:10
9 Renuka Chareye Perera 1970 Skokkhópur Hamars 08:34:10
Röð Nafn hlaupara Fæðingarár Félag Tími
Konur
1 Elísabet Margeirsdóttir 1985 05:41:26
2 Christine Buchholz 1966 Grindavík 08:34:10
3 Herta Pálmadótir 19994 Grindavík 08:34:10
4 Renuka Chareye Perera 1970 Skokkhópur Hamars 08:34:10
Karlar
1 Birgir Sævarsson 1972 05:29:07
2 Jón Haukur Steingrímsson 1971 05:29:20
3 Sigurþór Einar Halldórsson 1979 Hlaupahópur Ármanns 05:34:11
4 Klemenz Sæmundsson 1963 3N 06:20:30
5 Hlynur Skagfjörð Pálsson 1970 06:40:01
Röð Nafn hlaupara Fæðingarár Félag Tími
1 Örvar Steingrímsson 1979 08:29:27
2 Birgin Már Vigfússon 1982 Hlaupahópur Ármanns 10:36:26
3 Viktor J Vigfússon 1967 Hlaupahópur Ármanns 12:12:31
4 Þorsteinn Tryggvi Másson 1966 H12 12:25:20
5 Björn Rúnar Lúðvíksson 1964 Skokkhópur Garðabæjar 12:26:09
Röð Nafn hlaupara Fæðingarár Félag Tími
1 Guðmundur S. Ólafsson 1966 Hlaupahópur Ármanns 06:21:03
2 Sverrir G Ingibjartsson 1965 Hamar 06:25:58
3 Ásdís Björg Ingvarsdóttir 1975 Hamar 06:25:59
4 Jón Gísli Guðlaugsson 1967 Hamar 06:29:45
5 Wieslaw Piotr Nieradko 1963 Frískir Flóamenn 06:33:52
6 Haukur Logi Michelsen 1958 Hamar 07:43:27
7 Karl Gísli Gíslason 1960 Laugaskokk 08:33:44
8 Jón Þórir Frantzson 1961 08:33:45
9 Guðný Karolína Axelsdóttir 1965 Hamar 08:47:58
10 Bryndís Klara Guðbrandsdóttir 1976 Hamar 09:13:14
Röð Nafn hlaupara Fæðingarár Félag Tími
Konur
1 Ásdís Björg Ingvarsdóttir 1975 Hamar 06:25:59
2 Guðný Karolína Axelsdóttir 1965 Hamar 08:47:58
3 Bryndís Klara Guðbrandsdóttir 1976 Hamar 09:13:14
Karlar
1 Guðmundur S. Ólafsson 1966 Hlaupahópur Ármanns 06:21:03
2 Sverrir G Ingibjartsson 1965 Hamar 06:25:58
3 Jón Gísli Guðlaugsson 1967 Hamar 06:29:45
4 Wieslaw Piotr Nieradko Frískir Flóamenn 06:33:52
5 Haukur Logi Michelsen 1958 Hamar 07:43:27
6 Karl Gísli Gíslason 1960 Laugaskokk 07:51:53
7 Jón Þórir Frantzson 1961 08:33:44
Röð Nafn Fæðingarár Félag Tími
1 Daníel Reynisson 1985 10:51:53
2 Ágúst Óli Hróðmarsson 1976 Flex 12:53:01
3 Lingþór Jósepsson 1971 Hamar 13:24:14
4 Ágúst Kvaran 1952 Hlaupasamtök lýðveldisins 13:29:32
5 Ágúst Guðmundsson 1972 Boot Camp 13:33:30
6 Tracy Lambert 1981 Community Running of Boston 14:07:40
7 Andrew Dutton 1976 Community Running of Boston 14:07:41
8 Höskuldur Kristvinsson 1949 14:43:08
9 Rúna Rut Ragnarsdóttir 1976 ÍR skokk 14:49:45
10 Marinó Fannar Garðarsson 1979 Team Mástunga 14:59:29
11 Hilda Allansdóttir 1972 Mosóskokk 15:21:52
12 Bent Helgason 1979 15:21:53
Viggó Ingason 1980 Bíddu aðeins dnf
Röð Nafn Fæðingarár Félag Tími
Konur
1 Tracy Lambert 1981 Community Running of Boston 14:07:40
2 Rúna Rut Ragnarsdóttir 1976 ÍR skokk 14:49:45
3 Hilda Allansdóttir 1972 Mosóskokk 15:21:52
Karlar
1 Daníel Reynisson 1985 10:51:53
2 Ágúst Óli Hróðmarsson 1976 Flex 12:53:01
3 Lingþór Jósepsson 1971 Hamar 13:24:14
4 Ágúst Kvaran 1952 Hlaupasamtök lýðveldisins 13:29:32
5 Ágúst Guðmundsson 1972 Boot Camp 13:33:30
6 Andrew Dutton 1976 Community Running of Boston 14:07:41
7 Höskuldur Kristvinsson 1949 14:43:08
8 Marinó Fannar Garðarsson 1979 Team Mástunga 14:59:29
9 Bent Helgason 1979 15:21:53
Viggó Ingason 1980 Bíddu aðeins dnf